Fara í efni

Leikskólinn Undraland, Flúðum auglýsir eftir starfsmanni í móttökueldhús

Í Undralandi eru um 50 nemendur frá 18 mánaða aldri á þremur deildum.

Leikskólinn nýtur góðs af einstaklega fallegu umhverfi, góðu útinámssvæði og hinni rómuðu veðursæld á Flúðum.

Hádegismatur er eldaður í mötuneyti Flúðaskóla og sækir starfsmaður í móttökueldhúsi Undralands matinn þangað. Einnig sér starfsmaður móttökueldhús m.a. um morgunmat og síðdegiskaffi, þrif á eldhúsi, gengur frá og vaskar upp eftir allar máltíðir.

Vel er búið að leikskólanum af hálfu sveitarfélagsins og nýtur hann góðs samstarfs við foreldrasamfélagið sömuleiðis. Við skólann starfar samstilltur hópur með alls konar reynslu og þekkingu sem nýtist vel í leikskólastarfinu. Leiðarljós okkar í Undralandi er umhverfið okkar og umhyggja.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Góð færni í samskiptum
  • Reynsla af matreiðslu og vinnu í stór-eldhúsi
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta

 

Vakin er athygli á stefnu sveitrfélagsins um jafnan hlut kynja í störfum hjá sveitarfélaginu.

Umsækjendur þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð.

 

Umsóknarfrestur er til 25. september 2024

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

 

Nánari upplýsingar gefur Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri í síma 480-6620, 898-3077.

Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til skólastjóra jona@undraland.is