Leikskólinn Undralandi auglýsir eftir matráði
Við leitum að þjónustuliprum einstaklingi sem hefur hefur brennandi áhuga á samskiptum og þjónusta bæði við börn og fullorðna. Viðkomandi þarf að hafa gaman af börnum, vera bóngott og lipurt.
Um er að ræða tímabundna ráðningu vegna veikinda með möguleika á áframhaldandi starfi við leikskólann.
Undraland leggur áherslu á aldursblandaða og barnastýrða matmálstíma, þar sem börnin skammta sér sjálf, ráða hvar þau sitja og ganga svo frá eftir sig líka – allt með aðstoð starfsfólks.
Maturinn er matreiddur í Flúðaskóla og fluttur til okkar.
Helstu verkefni matráðar eru til dæmis að:
Útbúa morgunverð og aðstoða börnin
Útbúa létta morgunhressingu fyrir starfsfólk; svo sem hella upp á kaffi, skera niður ávexti eða bera fram annað sem í boði er eftir atvikum svo sem þegar hið margrómaða föstudagskaffi er í boði (er reyndar ,,bara“ annan hvern föstudag og starfsfólk sér um).
Bera fram hádegisverð á snyrtilegan og veglegan máta, þrífa borð og undan borðum á meðan matartíma stendur þannig að nemendur sem koma jafnt og þétt fram til að borða setjist við hreint borð. Hafa hlaðborðið ætíð snyrtilegt á meðan á borðhaldi stendur.
Útbúa miðdegishressingu fyrir börnin, úti eða inni eftir atvikum.
Frágangur eftir hverja máltíð í matsal, borðin þrifin sem og gólf samkvæmt þrifaplani. Uppvask.
Eldhús þrifið í lok dags og gengið frá tækjum og tólum.
Pantanir og skipulag innkaupa fyrir leikskólann með matráði Flúðaskóla.
Um er að ræða 90% tímabundna stöðu vegna veikindaleyfis.
Áhugasöm sendi umsóknir í gegnum vefinn undraland.is eða í tölvupósti þar sem kemur fram helstu styrkleikar viðkomandi, starfsreynsla og menntun.
Við hlökkum til að heyra í ykkur!
Umsóknarfrestur er til 22. nóvember 2023
Ingveldur Eiríksdóttir, skólastjóri
7686600