Lóðir við Loðmundartanga lausar til umsóknar.
Samþykkt var samhljóða á fundi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps að auglýsa fjölda lóða við Loðmundartanga lausar til umsóknar í samræmi við reglur sveitarfélagsins um lóðaúthlutun.
Um er að ræða lóðir fyrir eitt 4 íbúða raðhús, eitt 3 íbúða raðhús, sex parhús og tvö einbýlishús eða 21 íbúð alls. Lóðirnar verða byggingahæfar næsta sumar.
Lóðablöð einstakra lóða þar sem fram koma nánari upplýsingar verða sett á heimasíðuna á allra næstu dögum. En gert er ráð fyrir að fyrsta úthlutun fari fram á fundi sveitarstjórnar þann 7. mars 2024. Þurfa umsóknir að hafa borist eigi síðar en 5 mars 2024 á eyðublöðum sem finna má hér.
Loðmundartangi er önnur gatan sem byggist upp í nýju hverfi sem oft er kennt við Byggð á Bríkum. Í hverfinu fullbyggðu er gert ráð fyrir um 190 ibúðum og því er ljóst að framundan eru miklir möguleikar á Flúðum varðandi fjölbreytta uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.
Aldís Hafstteinsdóttir
Sveitarstjóri