Fara í efni

Lokanir vegna óveðurs á morgun, fimmtudag

Viðvörum veðurstofunnar vegna fimmtudagsins 6. febrúar kl. 8:00.
Viðvörum veðurstofunnar vegna fimmtudagsins 6. febrúar kl. 8:00.

Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna ofsaveðurs sem spáð er að gangi yfir Suðurland á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar.
Viðvaranir taka gildi í fyrramálið kl. 06:00 og falla úr gildi kl. 13:00. Hættustig almannavarna hefur verið í gildi frá kl. 15 í dag, miðvikudag og gildir það þar til veðrið gengur niður á morgun. Aðgerðastjórn hefur verið virkjuð á Selfossi og eru björgunarsveitir í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda.

Sé þörf á aðstoð eru íbúar beðnir um að hringa í 112.

Eftirfarandi röskun verður á starfsemi stofnana Hrunamannahrepps vegna óveðursins á morgun:

  • Leikskólinn Undraland, Flúðaskóli og frístund verða lokuð allan daginn.
  • Mötuneyti Flúðaskóla verður lokað og matur verður ekki keyrður heim til eldri borgara.
  • Íþróttahús og tækjasalur opnar kl. 16:00.
  • Skrifstofa Hrunamannahrepps verður lokuð til kl. 13:00 en tölvupósti verður svarað og hægt er að ná í Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra, í síma 660-1600, Gunnþór Guðfinnsson, yfirmann eignasjóðs og þjónustu í síma 848-4868 og Hannibal Kjartansson, veitustjóra í síma 892-2084.

    Ítrekað er að ef þörf er á aðstoð skal hringja í 112.

Aldís Hafsteinsdóttir
Sveitarstjóri