Fara í efni

Nemar í leikskólakennarafræðum styrktir til náms

Reglur um stuðning við starfsmenn Leikskólans Undralands sem stunda nám í leikskólakennarafræðum og til leikskólaliða hafa verið samþykktar af sveitarstjórn.
Markmið styrkjanna er að fjölga kennurum með leyfisbréf og sérhæfingu á leikskólastigi sem og leikskólaliðum í Leikskólanum Undralandi. Með hækkuðu hlutfalli fagmenntaðs starfsfólks mun faglegt starf eflast og aukinn stöðugleiki ætti að verða í starfsmannahaldi leikskólans.

Stuðningur við nema er fjölþættur og felst í m.a. í aðgengi að húsnæði og tölvukosti vegna námsins. Launuðu námsleyfi í staðarlotur og í prófum.
Standist neminn áætlaða námsætlun er greiddur styrkur í lok haust- og vorannar, kr. 100.000,- í hvert sinn. Styrknum er ætlað að mæta að einhverju leyti kostnaði sem verður til vegna námsins, svo sem skólagjöldum, bókakaupum og akstri.

Reglurnar má finna á www.fludir.is en einnig veitir Jóna Björg, leikskólastjóri, nánari upplýsingar.