Fara í efni

Nýr skrifstofustjóri ráðinn til Hrunamannahrepps

Gengið hefur verið frá ráðningu Ingu Jónu Hjaltadóttur í starf skrifstofustjóra Hrunamannahrepps.

Inga Jóna starfar í dag á endurskoðunarsvið KPMG og hefur þar sinnt sveitarfélögum í samtals 13 ár. Hún hefur einnig starfað sem forstöðumaður bókasafns Hrunamanna og verið framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási.

Inga Jóna er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og stundar meistaranám í viðskiptafræði auk þess að vera með kennsluréttindi á öllum skólastigum.

Rétt er að geta þess að um stöðuna sóttu 14 einstaklingar og 5 mjög hæfir umsækjendur voru teknir í viðtal.

Inga Jóna mun taka til starfa í byrjun sumars en á sama tíma mun Svanhildur Pétursdóttir sem verið hefur skrifstofustjóri Hrunamannahrepps fara í 50% stöðu. 


Sveitarstjóri.