Óskað eftir einstaklingum 16-21. árs í ungmennaráð
Lýðheilsu og æskulýðsnefnd óskar eftir einstaklingum á aldrinum 16-21. árs sem áhuga hafa á að starfa að málefnum ungs fólks í sveitarfélaginu.
Ungmennaráð er ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki á aldrinum 14 til 21 ára í sveitarfélaginu í umboði sveitarstjórnar eftir því sem nánar segir í samþykkt þessari sem gerð er í samræmi við Samþykkt um stjórn Hrunamannahrepps.
Helstu markmið og hlutverk ungmennaráðs eru:
1. að koma skoðunum og tillögum ungs fólks til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins,
2. að gæta hagsmuna ungs fólks til dæmis með umfjöllun og umsögnum um einstök mál sem snerta aldurshópinn sérstaklega, 3. að fulltrúar ráðsins þjálfist í lýðræðislegum vinnubrögðum og læri á stjórnkerfi sveitarfélagsins,
4. að vera ráðgefandi um framtíðarsýn í rekstri félagsmiðstöðvar sveitarfélagsins,
5. að efla tengsl nemenda framhaldsskóla í Árnessýslu og sveitarstjórnar með því að standa fyrir umræðu innan vettvangs nemenda framhaldsskólanna um þau mál er til hagsbóta geta verið fyrir ungt fólk,
6. að efla tengsl nemenda grunnskóla sveitarfélagsins og sveitarstjórnar með því að standa fyrir umræðu innan vettvangs nemenda grunnskólans um þau mál er til hagsbóta geta verið fyrir ungt fólk,
7. að gera tillögur til sveitarstjórnar um stefnumörkun um málefni ungs fólks.
Allir meðlimir ungmennaráðs fá greidd laun fyrir hvern setinn fund.
Áhugasamir hafið samband við Sigfríð Lárusdóttur sigfrid@fludir.is eða í síma 8481006