Pési mars mánaðar er kominn á netið
17. mars
Pési mars mánaðar hefur verið borinn til allra heimilia í Hrunamannahreppi. Er hann að vanda stútfullur af skemmtilegu efni og auglýsingum.
Hægt er að fá Pésann sendan í áskrift gegn greiðslu gjalds sem rétt dekkar burðargjaldið. Eru til dæmis sumarhúsaeigendur og aðrir áhugasamir hvattir til að skoða þann möguleika því leiðinlegt er að missa mögulega af skemmtilegum viðburðum af því að það gleymdist að lesa Pésann.
Endilega sendið efni og auglýsingar tímanlega fyrir næsta Pésa en frestur til að senda efni er til 4. apríl 2025. Efni skal sent á netfangið hruni@fludir.is.
Pésinn er öllum aðgengilegur á netinu og þann nýjasta má finna með því að smella hér.
Eldri Pésa má síðan lesa hér!