Fara í efni

Pössum gæludýrin og fylgjum reglunum

Lausaganga hunda er bönnuð í Hrunamannahreppi.
Lausaganga hunda er bönnuð í Hrunamannahreppi.

Lausaganga hunda er bönnuð

Að gefnu tilefni er rétt að árétta að samþykktir um gæludýrahald eru til staðar í Hrunamannahreppi. Gæludýr eru leyfis- og skráningarskyld og ber að greiða af þeim gjöld í samræmi við samþykktir.

Megin efni þeirra samþykkta sem gilda í sveitarfélaginu er að það er á ábyrgð gæludýraeiganda að gæta að velferð dýra sinna og ekki síður að gæta þess að dýrin séu ekki öðrum til ama eða óþæginda.

Í 2 gr. samþykktar um takmörkun hundahalds stendur m.a.:

„Hundurinn skal aldrei ganga laus á almannafæri, heldur vera í fylgd með einhverjum sem hefur fullt vald yfir honum. Undantekning frá þessu gildir þó innan eigin lóðar og/eða lögbýlis, einnig varðandi smalahunda, minkahunda, dýrhunda og sporhunda þegar þeir eru að störfum í gæslu eigenda eða umráðamanna“.

Einnig segir í sömu grein að:
Hundaeigandi ber ábyrgð á því að hundur hans raski ekki ró íbúa hreppsins og sé hvorki þeim né þeim sem um sveitarfélagið fara til óþæginda, með tilliti til hávaða, óþrifnaðar, eyðileggingar verðmæta eða slysahættu. Hundar á lögbýlum mega ganga frjálsir á landareign eigenda sinna. Að öðru leyti skulu slíkir hundar háðir ákvæðum þessarar samþykktar.“

Tökum tillit til fuglalífs

Í gildi er samþykkt um kattahald í Hrunamannahreppi og þar segir í 4. gr. :

„Kattareiganda er skylt að gæta þess að köttur hans valdi ekki tjóni, hættu, óþægindum, óþrifum eða raski ró manna. Leyfishafa ber að greiða það tjón sem köttur hans veldur, svo og allan kostnað við að fjarlægja dýrið gerist þess þörf.

Í sömu samþykkt 5. gr. segir einnig:

Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs, t.d. með því að hengja bjöllu á þá og eftir atvikum að takmarka útiveru þeirra. Foreldrar eru ábyrgir fyrir köttum ólögráða barna sinna

Förum eftir samþykktum og stuðlum að betra gæludýrasamfélagi. Fyrir dýrin okkar öll og fyrir alla íbúa Hrunamannahrepps.

Sveitarstjóri