Fara í efni

RUSL á EKKI heima í klósettinu ! 

Í gær þurfti að fá holræsabíl til að sinna stíflulosun í fráveitunni hjá okkur norðurbænum. Stíflan stafaði af því að þar var allt fullt af blautþurrkum, dömubindum og fitu. 

Ekki bara er það slæmt og kostnaðarsamt að rusl sé sett í fráveituna og stífli lagnir heldur fer þetta rusl í hreinsistöðina truflar vinnslu hennar og endar svo í náttúrunni á afrétti Hrunamanna. Er það virkilega það sem við viljum.

Við hvetjum alla til að taka sig á og muna að einungis piss, kúkur og klósettpappír má fara í fráveituna.

 

Ekki bara er það slæmt og kostnaðarsamt að rusl sé sett í fráveituna og stífli lagnir heldur fer þetta rusl í hreinsistöðina truflar vinnslu hennar og endar svo í náttúrunni á afrétti Hrunamanna. Er það virkilega það sem við viljum.

Við hvetjum alla til að taka sig á og muna að einungis piss, kúkur og klósettpappír má fara í fráveituna.

Sveitarstjóri