Fara í efni

Sjóðurinn góði - umsóknir fyrir jólin 2024

Framlag í sjóðinn góða er gjöf sem gefur og gleður.  Sóknarprestar taka við framlögum í sjóðinn.
Framlag í sjóðinn góða er gjöf sem gefur og gleður. Sóknarprestar taka við framlögum í sjóðinn.

"Sjóðurinn góði" er samstarfverkefni ýmissa kvenfélaga, Lionsklúbba, kirkjusókna í Árnessýsu, Félagþjónustunnar í Árborg, Hveragerði, Ölfusi og uppsveitum Árnessýslu og deilda Rauða krossins í Árnessýslu.

Hlutverk sjóðsins góða er að styrkja einstaklinga og fjölskyldur sem standa höllum fæti og eiga ekki fyrir nauðþurftum fyrir jólin og einnig á vormánuðum fyrir fermingar.

Sótt er um í Sjóðnum góða fyrir jól 2024 inn á: www.sjodurinngodi.is.
Síðasti dagur rafrænna umsókna er 10. desember.
Opinn umsóknardagur verður í Selinu, við Engjaveg 48. 3. desember frá 10-12 og 16-18.

26. og 28. nóvember, 3., 5. og 10. desember frá 14-16 verður hægt að hringja í síma 772 5406 og fá aðstoð við umsóknir.

Úthlutunardagur verður í Selinu við Engjaveg 17. desember frá 10-12 og 16-18

Gögn sem þurfa að fylgja öllum umsóknum eru:

Tekjur og útgjöld fyrir októbermánuð.

Umsóknir verða ekki afgreiddar nema fullnægjandi gögn fylgi umsóknum.

 ************************************************
Gjafir til sjóðsins góða berast frá einstaklingum, félagasamtökum, stofnunum og verslunum bæði í formi peninga og jólagjafa. Tölvubúnaður sem notaður er við umsóknir og úthlutanir hefur Tölvu og Rafeindaþjónustan, TRS lánað okkur án endurgjalds í nokkur ár. Einnig má nefna húsnæði, veitingar, prjónles að ógleymdri mikilli sjálfboðavinnu.

Starfshóp skipa fulltrúar áðurnefndra aðila og Hjálparstofnunar kirkjunnar, starfshópurinnn sér um að skipuleggja umsóknarferlið og annast úthlutun. Stuðst er við viðmið Hjálparstofnunar kirkjunnar varðandi mat á umsóknum.

Úthlutað er í desember úr sjóðnum vegna undirbúnings jólanna og á vormánuðum vegna ferminga.