Sjóðurinn Lóan hefur opnað fyrir umsóknir
Nú hefur sjóðurinn Lóan opnað fyrir umsóknir og er umsóknarfresturinn til og með 4. apríl 2024.
Nýsköpunarstyrkir Lóunnar eru hannaðir til að styðja við nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni. Heildarstyrkveiting eru 150 miljónir króna árið 2024. Styrkirnir hafa það markmið að styðja við verkefni sem beina sjónum að hugviti, þekkingu og nýrri færni til að efla byggðir og skapa ný verðmæti. Styrkjum er úthlutað til eins árs í senn og getur hvert verkefni fengið styrk sem nemur allt að 20% af heildarúthlutun hvers árs.
Íbúar í Uppsveitum Árnessýslu eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að þróa verkefni sem geta haft jákvæð áhrif á samfélagið. Frekari upplýsingar eru að finna á vef Stjórnarráðsins
Umsónir í Lóu berist rafrænt á minarsidur.hvin.is