Skipulagslýsing til birtingar
SKIPULAGSAUGLÝSING SEM BIRTIST 1. JÚNÍ 2023
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags:
- Ás – Hrunalaug; Deiliskipulag – 2303064
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 4. maí 2023 að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulags sem tekur til Hrunalaugar í landi Áss L166710. Meginmarkmið fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu er að tryggja að svæðið geti með öruggum hætti tekið á móti þeim fjölda gesta sem leggja leið sína um svæðið, án þess að minjar og náttúra þess verði fyrir skemmdum vegna ágangs. Skipulagið tryggir aðstöðu fyrir staðarhaldara til að taka á móti gestum og sinna eftirliti og umsjón svæðisins. Markmið deiliskipulagsins er m.a. að byggja upp lítið þjónustuhús til að þjónusta móttöku gesta við Hrunalaug.
- Brjánsstaðir lóð 4 L213014; Hádegishóll; Þjónustuhús auk þyrpingu gistihúsa, aðalskipulagsbreyting – 2301064
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. maí að kynna skipulagstillögu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps í landi Brjánsstaða lóðar 4 L213014 (Hádegishóll). Með breytingunni verður skilgreint 1 ha verslunar- og þjónustusvæði með heimild fyrir fasta búsetu, gestahús fyrir allt að 50 gesti og þjónustuhús. Markmið með breytingunni er að efla atvinnustarfsemi og bæta þjónustu við íbúa og gesti.
- Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting – 2305083
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar 2023 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Í breytingunni fellst að heimild fyrir gistingu í flokki II verður felld út innan íbúðarbyggðar. Heimild fyrir gistingu í flokki II í frístundabyggð er heimil ef lóðarhafar eru því samþykkir og gert er ráð fyrir sölu gistingar í deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina. Gera þarf endurbætur á tengingu Þjórsárdalsvegar við Skeiða- og Hrunamannaveg vegna mikillar umferðar og vegna þess hve umferð kemur til með að aukast með tilkomu hótels og ferðaþjónustu í Þjórsárdal. Einnig er fyrirhuguð bygging á Hvammsvirkjun með nýrri vegtengingu yfir Þjórsá. Þær breytingar munu skapa forsendur fyrir uppbyggingu atvinnu á svæðinu og umferð um Þjórsárdalsveg verður enn meiri
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlana:
- Hnaus 2; Mosató 3 L225133; Stækkun hótels; Aðalskipulagsbreyting – 2207020
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 26. apríl 2023 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til verslunar- og þjónustusvæðisins Hnaus VÞ11 þar sem í gildi er deiliskipulag frá 16. ágúst 2016 fyrir Hótel á Mosató 3 (L225133). Með breytingu á aðalskipulagi er gert ráð fyrir auknu umfangi hótelsins. Heimilt verður að byggja við núverandi hótel og fjölga herbergjum úr 20 í 27. Heildarbyggingarmagn svæðis verður allt að 3.000 m2. Einnig er fellt út vatnsból, VB5, sem sett var inn með aðalskipulagsbreytingu, dags. 21.04.2020 í B-deild, enda er byggð tengd Vatnsveitu Flóahrepps.
Samkvæmt 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsbreytinga og nýrra deiliskipulagsáætlana:
- Mosató 3 L225133; Aukið byggingamagn; Deiliskipulagsbreyting – 2111083
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 26. apríl 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar er varðar Mosató 3 L225133. Í breytingunni felst aukið byggingarmagn á lóð hótelsins. Heimilt verði að hafa hótelið á 2 hæðum. Samtals er gert ráð fyrir um 3.000 m² byggingarmagni á lóðinni. Stækkun hótels og tæknirýmis eru þar innifalin ásamt jarðhýsi með böðum og sauna sem búið er að byggja. Gert er ráð fyrir allt að 27 hótelherbergjum, veitingasal, eldhúsi, móttöku, skrifstofu fyrir starfsmenn, herbergi starfsmanna, salerni, skolherbergi, inntaksrými og fl. Stök lítil (65m²) starfsmannahús eru einnig heimiluð á lóðinni enda tengjast þau beint starfsemi hótelsins. Hámarkshæð frá gólfi í mæni er 8 m. Heimild er að setja lyftu í hótelið og á þeim stað má heildarhæð vera í samræmi við þann búnað sem lyftuhús krefst. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi sem tekur til aukinna heimilda á lóðinni.
- Hlíð 1 Laufvallargil L220188; Tvö frístundahús og aukahús; Deiliskipulag – 2303077
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. maí 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til lóðarinnar Laufvallargils L220188. Innan skipulagsmarka eru afmarkaðar tvær lóðir og einn byggingarreitur á hvorri lóð. Fjarlægð byggingarreitanna frá lóðamörkum er hvergi minni en 10.0 m. Á hvorri lóð er heimilt að byggja eitt frístundahús allt að 120 m² að stærð á einni eða tveimur hæðum. Mænishæð er mest 6.0 m, mælt frá gólfplötu. Einnig eru tvö aukahús, gestahús, geymsla eða baðhús. Hámarksnýtingarhlutfall lóða er 0.03. Heimilt er að leigja út gistingu til ferðamanna. Lóðin er staðsett innan landbúnaðarlands samkvæmt skilgreiningu aðalskipulags.
- Útey 1 lóð L191795; Frístundalóð; Deiliskipulag – 2302028
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15. maí 2023 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til frístundalóðarinnar Útey 1 lóð L191795. Í skipulaginu felst heimild fyrir uppbyggingu sumarhúss ásamt aukahúsi að 40 m² og geymslu að 15 m² innan nýtingarhlutfalls 0,03.
- Hrauneyjafossstöð og leitarmannahús Þóristungum; Skipulagssvæði sameinuð; Deiliskipulag – 2212067
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. maí 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til Hrauneyjafossstöðvar og leitarmannahúss að Þóristungum. Deiliskipulagið snýst um að staðfesta núverandi landnotkun. Uppsett afl Hrauneyjafossstöðvar er allt að 210 MW og verður heimilt að stækka hana í 240 MW. Ef farið verður í þær framkvæmdir munu þær einungis felast í endurbótum á núverandi vélum og verða innanhúss. Unnin hefur verið mannvirkjaskráning fyrir stöðina og eru settir skilmálar í tengslum við hana. Þá voru fornminjar skráðar. Þóristungur L229271, mannvirki eru í Ásahreppi. Á staðnum er skáli og hesthús, gisting er fyrir 14 gesti. Mannvirki eru nýtt sem leitarmannahús og í langtímaleigu, einkum til veiðimanna. Heimilt er að byggja eitt hús til viðbótar og vera með gistingu fyrir allt að 40 gesti. Þóristungur er fjallasel skv. aðalskipulagi. Skipulagssvæðið er tvískipt og er um 173 ha að stærð.
- Sigöldustöð; Skipulagssvæði sameinuð; Deiliskipulag – 2212066
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. maí 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til Sigöldustöðvar í Ásahreppi og Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið snýst um að staðfesta núverandi landnotkun og heimila stækkun stöðvarinnar. Í dag er virkjað rennsli 240 m3 /s og afl Sigöldustöðvar er 150 MW. Framkvæmdir við stöðina hófust árið 1973 og var hún gangsett í byrjun árs 1978. Landsvirkjun áformar nú að stækka stöðina með því að bæta við fjórðu vélinni og auka með því afl stöðvarinnar í allt að 215 MW. Auk þess verður stöðvarhús stækkað og frárennslisskurður breikkaður næst stöðvarhúsi. Unnin hefur verið mannvirkjaskráning fyrir stöðina og eru settir skilmálar í tengslum við hana. Þá voru fornminjar skráðar. Skipulagssvæði Sigöldustöðvar er um 108 ha að stærð.
- Vatnsfellsstöð L193783 og Vatnsfellsveita Þórisvatns; Deiliskipulag – 2212065
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. maí 2023 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til Vatnsfellsstöðvar og Vatnsfellsveitna í Ásahreppi. Deiliskipulagið snýst um að staðfesta núverandi landnotkun. Uppsett afl Vatnsfellsstöðvar er allt að 90 MW og verður heimilt að stækka hana í 110 MW. Framkvæmdir felast í endurbótum á núverandi vélum. Um er að ræða framkvæmd innanhúss. Unnin hefur verið mannvirkjaskráning fyrir stöðina og eru settir skilmálar í tengslum við hana. Þá voru fornminjar skráðar. Skipulagssvæði Vatnsfellsstöðvar er um 60 ha að stærð og skipulagssvæði Vatnsfellsveitu um 5 ha.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.asahreppur.is www.blaskogabyggd.is, www.floahreppur.is og www.skeidgnup.is.
Mál 1 – 3 innan auglýsingar er skipulagsmál í kynningu frá 1. júní 2023 með athugasemdafrest til og með 23. júní 2023.
Mál 4 – 10 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 1. júní 2023 með athugasemdafrest til og með 14. júlí 2023.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU