Skrifstofustjóri óskast hjá Hrunamannahreppi
Skrifstofustjóri Hrunamannahrepps
Hrunamannahreppur leitar að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi, með ríkan áhuga á fjármálum, í starf skrifstofustjóra. Skrifstofustjóri er yfir rekstri ráðhússins og stýrir fjármálum sveitarfélagsins í samvinnu við sveitarstjóra sem er næsti yfirmaður skrifstofustjóra.
Um er að ræða 100% starf til framtíðar.
Helstu verkefni og ábyrgð
Fagleg forysta og verkstjórn á daglegum verkefnum bæjarskifstofu.
Ábyrgð og umsjón með daglegri umsýslu fjármála og bókhalds.
Umsjón með fjárhagsáætlanagerð og virku kostnaðareftirliti
Ábyrgð og umsjón með gerð ársreiknings
Umsjón með álagningu opinberra gjalda og innheimtu.
Þátttaka í stefnumótun og nýsköpun á sviði fjármála og fjárreiða.
Aðstoð við samningagerð og önnur fjármálatengd verkefni.
Samskipti við forstöðumenn og íbúa vegna erinda er snúa að fjármálum og annari þjónustu bæjarfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg.
Haldgóð reynsla af sambærilegu starfi er nauðsynleg.
Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og góð félagsleg færni er skilyrði
Mjög góð þekking á reikningshaldi, uppgjörum og áætlanagerð.
Þekking á málefnum sveitarfélaga er kostur.
Góð tölvukunnátta er skilyrði.
Kunnátta í DK bókhaldskerfinu kostur.
Góð kunnátta í íslensku og ensku og geta til aða tjá sig í ræðu og riti.
Leiðtogahæfileikar og drifkraftur í starfi.
Samviskusemi og nákvæmni í starfi.
Umsóknum ásamt starfsferilskrá og kynningarbréfi skal skila rafrænt í síðasta lagi fimmtudaginn 29. febrúar 2024 á netfangið hruni@fludir.is
Nánari upplýsingar um starfið má fá hjá sveitarstjóra, Aldísi Hafsteinsdóttur í síma 480-6600 og í gegnum tölvupóst: hruni@fludir.is
--------------------------------------------------------------
Í Hrunamannahreppi er fjölbreytt og gott mannlíf þar sem tækifærin eru fjölmörg fyrir áhugasama og duglega einstaklinga. Í sveitarfélaginu búa um 925 manns og þar af eru um 500 á Flúðum. Á Flúðum er grunn-, leik- og tónlistarskóli, íþróttahús, bókasafn, sundlaug, líkamsrækt, verslanir og fjölbreytt afþreying.
Samgöngur í allar áttir eru góðar, helstu náttúruperlur landsins eru innan seilingar og svo segja margir að veðrið sé alltaf aðeins betra í Hrunamannahreppi – það er góður kostur !
Frekari upplýsingar um sveitarfélagið má finna á www.fludir.is