Fara í efni

Stóra upplestrarkeppnin 2023

Nicola, Steinunn Birna og Xuan stóðu sig vel á keppninni.
Nicola, Steinunn Birna og Xuan stóðu sig vel á keppninni.

Stóra upplestrarkeppnin fór fram fimmtudaginn 27. apríl en fyrirkomulagið núnar er þannig að þrír 7. bekkjar nemendur úr þrem skólum taka þátt og skiptast skólarnir á að halda keppnina. Í ár fór keppnin fram í Þjórsárskóla en hinir skólarnir eru Flúðaskóli og Flóaskóli.

Frá Flúðaskóla tóku þátt þrjár knáar stúlkur úr 7. bekk sem sigruðu um daginn í keppni sem haldin var hér í Flúðaskóla. Stúlkurnar þrjár, þær Nicola Heven Damian, Steinunn Birna Thorsteinsson og Xuan Xiang höfðu æft sig mikið fyrir keppnina og notið til þess stuðnings m.a. frá umsjónarkennara, sérkennara og íslenskukennara í Flúðaskóla en litið er til ýmissa þátta í keppninni s.s. framsögn, framkomu og túlkun texta og ljóða.

Yfirbragð hátíðarinnar var hátíðalegt og fengu þátttakendur og gestir köku og kaffi í hléi. Steinunn Birna gerði sér svo lítið fyrir og lék á píanó fyrir gesti.

Stúlkurnar okkar stóðu sig stórkostlega og við sem fylgdum þeim erum afar stolt af þeim og voru þær skóla sínum til sóma.