Stóri plokkdagurinn
Stóri Plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 27. apríl næstkomandi um allt land. Þetta er árlegur viðburður þar sem einstaklingar, hópar, félagasamtök og sveitarfélög taka höndum saman í þágu umhverfisins með því að plokka rusl í sínu nærumhverfi.
Íbúar eru hvattir til að plokka í sínu nærumhverfi og taka þannig þátt í deginum.
Markmiðið er að hvetja sem flesta til að taka þátt í hreinsunarátaki og stuðla að fegurra og hreinna umhverfi. Allir sem vilja geta tekið þátt á Stóra Plokkdaginn eða skipulagt hreinsunarverkefni á svipuðum tíma.
Tökum höndum saman og gerum umhverfið okkar hreinna og fallegra á Stóra Plokkdaginn!
Hrunamenn eru einnig minntir á að Rusladagurinn 2025 verður haldinn venju samkvæmt hér í Hrunamannahreppi. Sá árlegi viðburður verður síðar í vor og þá undir dyggri stjórn Bergsveins Breiðfjörð Theódórssonar (Bessa) sem skipaður hefur verið Ruslamálaráðherra 2025. Tímasetning viðburðarins verður tilkynnt síðar.
Jafnframt eru íbúar minntir á að móttökustöð fyrir sorp og annan úrgang er staðsett að Flatholti við veg nr. 30, rétt norðan við Flúðir
Opnunartími:
Mánudag, miðvikudag, föstudag og laugardag frá 13.00-18.00.