Sumarnámsskeið barna í Hrunamannahreppi 2024
Í sumar verður fjöldi námskeiða í boði fyrir börn og ungmenni í Hrunamannahreppi. Vonumst við til að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi en námskeiðin eru í sífelldri þróun og biðjum við alla um að sýna skilning á því.
Með því að smella hér er hægt að nálgast, á aðgengilegan hátt, upplýsingar um dagskrá sumarsins.
Úrvalið fyrir börnin og ungmennin er mikið en hægt er að skrá sig á viku leikjanámskeið, í reiðskóla, golf, landart og graffiti og margt, margt fleira. Endilega kynnið ykkur það sem er í boði og aldursskilmála hvers námskeiðs og búum börnum okkar skemmtilegt og líflegt sumar í góðum hópi.
Skráningar á mörg námskeiðin eru í gegnum Sportabler en þar er hægt að nota frístundastyrk sveitarfélagsins í greiðsluferlinu. Ákveðið verður með hverjum leiðbeinenda hvort námskeið falli niður ef þátttaka verður ekki nægjanleg. Ef námskeiðið er ekki á Sportabler er hægt að fá frístundastyrkinn greiddan með því að framvísa kvittun í Ráðhúsi Hrunamannahrepps.
Skráning á námskeiðin fer fram hér: https://www.sportabler.com/shop/heilsueflandiuppsveitir/hrunamannahreppur