Sveitarstjórn fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum á milli Selfoss og Þjórsár
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps hefur samþykkt ályktun þar sem því er fagnað að undirbúningur að breikkun vegarins frá Selfossi að Þjórsá skuli vera hafinn á vegum Vegagerðarinnar.
Á fundi sveitarstjórnar þann 6. febrúar 2025 var fjallað um málið og í bókun sveitarstjórnar kom fram að vonast væri til að í þessari framkvæmd verði gert ráð fyrir úrbótum á Skeiðavegamótum sem eru gríðarlega hættuleg vegamót þar sem því miður mörg alvarleg slys hafa orðið, eins og segir í bókuninni
Sveitarstjórn tekur jafnframt fram að með góðri hönnun muni þessi aðgerð auka umferðaröryggi til mikilla muna og verða Hrunamönnum sem og öðrum sem um þennan veg þurfa að fara til mikilla hagsbóta.
Ályktun sveitarstjórnar hefur þegar verið send fulltrúum Vegagerðarinnar á Suðurlandi, Vegamálastjóra, þingmönnum kjördæmisins og ráðherra samgöngumála til kynningar.
Sveitarstjóri