Fara í efni

Umhyggjudagurinn 2023

Laugardaginn 26. ágúst næstkomandi verður Umhyggjudagurinn haldinn hátíðlegur um allt land í fyrsta skipti. Ýmislegt verður um að vera og öll eru velkomin.
Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra.

Á Umhyggjudeginum verður frítt í sundlaugina á Flúðum milli kl.14 og 16 og í boði verða glaðningar fyrir börn meðan birgðir endast.

 

Fjölbreytt dagskrá verður á Umhyggjudaginn um land allt.
Dagskráin hefst kl. 11 þar sem Bakarameistarinn mun bjóða börnum upp á Umhyggjusnúð í tilefni dagsis á öllum sölustöðum. Skopp býður börnum upp á að hoppa milli kl. 12 og 13 (skráning nauðsynleg, sjá hér að neðan), sundlaugar í 43 sveitarfélögum landsins bjóða öllum frítt í sund milli kl. 14 og 16 og frítt verður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í boði Umhyggju frá kl. 14 og þar til garðurinn lokar. Sambíóin munu enn fremur bjóða fjölskyldum frítt á myndina Elemental í Kringlunni kl. 16 (skráning nauðsynleg, sjá hér að neðan).

 

Frekari upplýsingar má nálgast hér á síðu Umhyggju

Við hlökkum til að sjá ykkur öll á Umhyggjudeginum!