Fara í efni

Saga kvenfélagsins

Leikskólinn Undraland


Leikskólinn Undraland hefur verið starfræktur síðan árið 1982, en í desember 2003 var núverandi húsnæði tekið í notkun. Deildir leikskólans eru tvær, Grænhóll og Hof en á Hofi eru tveir aldursblandaðir hópar sem heita Völuhóll og Stekkhóll.

Leikskólastarfið byggist á lögum um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla sem er lögfest námskrá allra leikskóla og skólanámskrá Undralands. Leikskóli er uppeldis- og menntastofnum þar sem börn þroskast og læra í gegnum leik.

Á heimasíðu leikskólans má nálgast frekari upplýsingar um Leikskólanna Undraland 

 

 

Innritun í leikskóla

Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns. Börn eru skráð á biðlista við eins árs aldur og raðast á listann eftir aldri. Miðað er við að börn sem orðin eru 18 mánaða 1. september fái boð um vistun um leikskóladvöl sama haust.

Hvað er leikskóli?

Leikskólinn er fyrsta skólastigið og upphaf formlegrar menntunar einstaklinga, ætlað börnum undir skólaskyldualdri. Mennta- og barnamálaráðuneytið mótar stefnu leikskóla í aðalnámskrá en stjórnendur leikskóla skipuleggja starfsemi hvers skóla og gera eigin áætlanir sem byggja á markmiðum laga um leikskóla og aðalnámskrá.

Leikskólaaldurinn er mikilvægur tími náms og þroska. Í samstarfi við foreldra á leikskólinn að kappkosta að fylgjast með og efla alhliða þroska allra barna, veita þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og stuðla að öryggi þeirra og vellíðan í námi og leik. Stuðla á að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta.

Meginmarkmið uppeldis og kennslu í leikskóla er:

  • að fylgjast með og efla alhliða þroska barna í náinni samvinnu við foreldra,
  • að veita skipulega málörvun og stuðla að eðlilegri færni í íslensku,
  • að hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við þarfir hvers og eins svo að börnin fái notið bernsku sinnar
  • að stuðla að víðsýni barna og efla siðferðisvitund þeirra,
  • að leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri og sífelldri þróun
  • að rækta hæfileika barna til tjáningar og sköpunar í þeim tilgangi m.a. að styrkja sjálfsmynd þeirra, heilbrigðisvitund, öryggi og hæfni til mannlegra samskipta.

Flúðaskóli


Flúðaskóli er grunnskóli þar sem nemendur stunda nám í 1. - 10. bekk. Skólinn er staðsettur á Flúðum í Hrunamannahreppi.

Skólastjóri Flúðaskóla er Jóhanna Lilja Arnardóttir

Skólanefnd Hrunamannahrepps ber ábyrgð á stefnumótun sveitarfélagsins í skólamálum en áheyrnarfulltrúar á fundum nefndarinnar eru bæði frá skólunum og heimilum.

Nemendur úr Skeiða- og Gnúpverjahreppi (9. - 10. bekkur) stunda nám í Flúðaskóla og er þeim ekið daglega þangað frá heimilum sínum. Um 20 km eru á milli Flúða og byggðakjarnanna, Brautarholts og Árness.  Skeiða-og Gnúpverjahreppur á tvo fulltrúa í fræðslunefnd Hrunamannahrepps.

Skólanefndin hefur sett fram og samþykkt skólastefnu Hrunamannahrepps sem má skoða hér.

Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:50 - 16:00
Sími: 480-6610

 

Skóladagatal Flúðaskóla

Skóladagatal Flúðaskóla

Matseðill Flúðaskóla

Matseðill