Fara í efni

Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið á Flúðum

Tjaldmiðstöðin á Flúðum rekur glæsilegt tjaldsvæði við bakka Litlu Laxár. Flúðir í Hrunamannahreppi hefur í gegnum tíðina verið vinsæll áfangastaður fyrir innlenda og erlenda ferðamenn enda eru Flúðir þekkt fyrir mikla veðursæld og má þar einnig finna ýmislegt sér til afþreyingar. Flúðir eru ekki nema í rúmlega 100 kílómetra fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.  

Fjölbreytt þjónusta, þvottaaðstaða, nettenging, grill, leiksvæði, blakvöllur er tjaldsvæðinu.  Þar er einnig rekið svæði fyrir hjólhýsi í langtímaleigu sem notið hefur mikilla vinsælda. 

Tjaldmiðstöðin Flúðum
845-Flúðir
Sími: 486 6161
Netfang: tjaldmidstod@fludir.is
Vefsíða: http://www.tjaldmidstod.is/
Fjölbreytt þjónusta, þvottaaðstaða, nettenging, grill, leiksvæði, blakvöllur.

Tjaldsvæðið Álfaskeið

Álfaskeið liggur í fallegum dal í Hrunamannahreppi við sunnanvert Langholtsfjall skammt frá Flúðum. Ungmennafélagið í sveitinni hélt þar reglulegar útisamkomur frá árinu 1908 í nærri 60 ár og var Álfaskeið því miðstöð útihátíða á Suðurlandi við upphaf síðustu aldar.

Ungmennafélagið plantaði jafnframt mikið af trjám. Enda er trjágróður í miklum blóma á Álfaskeiði og fallegt skógarrjóður í kringum tjaldsvæðin. Góð aðstaða er við Álfaskeið. Álfaskeið er fjölskyldutjaldsvæði og hefur verið vinsælt tjaldsvæði undanfarin ár enda á ekki að væsa um gesti þar. Aðeins eru um 10 kílómetrar í alla frekari þjónustu á Flúðum, sundlaug, verslun o.þ.h. Hestaleiga er á bænum Syðra-Langholti sem er ca. 1 km frá tjaldsvæðinu. Ekki er heitt vatn né rafmagn á svæðinu.

Upplýsingar um Álfaskeið

Syðra-Langholti
845-Flúðir
Sími: 772 1299
netfang:  arnaths@gmail.com

Opnunartími: 1. júní – 1. september
Fjarlægð frá Reykjavík: 100 km
Fjarlægð frá Seyðisfirði: 615 km