Fara í efni

Hrunaréttir 13. september 2024

Framundan er einn mesti hátíðisdagur Hrunamannahrepps.

Hrunaréttir verða föstudaginn 13. september árið 2024 og hefjast kl. 10:00.

Að þeim loknum er fé rekið/ekið heim og gleðskapur mikill tekur við víða um dreifbýli Hrunamannahrepps. Hápunktinum er svo náð með réttarballi Uppsveitanna sem haldið er í Reiðhöllinni á Flúðum laugardagskvöldið 14. september.