Málstofa um íþróttastarf í Uppsveitum Árnessýslu
Hvernig stækkum við og þróum íþróttastarfið í uppsveitunum?
Heilsueflandi Uppsveitir og Grímsnes- og Grafningshreppur, í samstarfi við Svæðisstöð Íþróttahéraða á Suðurlandi og HSK, munu halda fyrstu sameiginlegu málstofuna um íþróttastarf í uppsveitum Árnessýslu á sunnudag, þann 27. apríl nk. Málstofan verður haldin í Aratungu í Bláskógabyggð og hefst kl. 13:00.
Við fáum til okkar flotta fyrirlesara sem munu fjalla um almenningsíþróttir, opin íþróttahús, fjölbreytt barna- og unglingastarf og afreksíþróttir.
Fyrirlesarar eru:
- Vésteinn Hafsteinsson, Afreksstjóri ÍSÍ
- Jóhann Á. Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja, Grindavík
Þessi málstofa er ætluð öllum íbúum í uppsveitum Árnessýslu sem hafa áhuga og skoðun á þróun íþróttastarfsins í uppsveitunum.
Dagskrá málstofunnar:
13:00 – 13:15 Gunnar Gunnarsson
• Dagskrá kynnt og setning.
13:15 – 14:00 Jóhann Á. Jóhannsson Forstöðumaður íþróttamannvirkja hjá Grindavíkurbæ;
Grindavíkurleiðin.
14:00 – 14:15 Kaffi og spjall
14:15 – 15:00 Vésteinn Hafsteinsson Afreksstjóri ÍSÍ; Áfram Ísland, samvinna til árangurs.
15:00 – 16:00 Vinnustofa: Hvernig stækkum við og þróum íþróttastarfið í Uppsveitunum
• Áður en borðavinna hefst mun Gunnar fara yfir íþróttastarfið í Uppsveitum og kasta fram
spurningum sem tengjast borðavinnunni.
Unnið verður með þrjú þema:
Íþróttaaðstaða í Uppsveitum
- Hvernig finnst ykkur núverandi aðstaða?
- Þarf að gera betur í aðstöðumálum?
- Væri hægt að gera einhverjar breytingar á aðstöðu til að hún nýtist betur?
- Annað?
Starf íþróttafélaga í Uppsveitum
- Hvernig er núverandi barna- og unglingastarf?
- Hvernig er afreksíþróttastarfið?
- Hverjar eru áskoranir í starfinu?
- Hvaða tækifæri/möguleikar eru í boði?
- Annað?
Framtíðarsýn íþróttastarfs í Uppsveitum
- Hvernig lítur draumsýnin út?
- Hvernig komumst við þangað?
16:00 – Lokaorð
Takið frá tíma til að vera með þar sem við spáum í framtíðina. Allir hjartanlega velkomnir.
Undirbúningsnefndin;
Rakel Magnúsdóttir, Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Óttar Guðlaugsson og Gunnar Gunnarsson