Fara í efni

Miðfellshlaupið 2025

Hið árlega Miðfellshlaup fer fram þann 31. maí og hefst það á Flúðum kl. 11:00.  Hægt er að velja á milli fjölbreyttra vegalengda og hægt er að hlaupa jafnt sem ganga, þannig að allir ættu að finna vegalengd við hæfi.  Nánari upplýsingar um skráningu og fyrirkomulag verða settar inn síðar. 
 
 
Miðfellshlaupið 2025 er til styrktar Vettvangshjálparhópi Bf. Eyvindar en hópurinn þjónar uppsveitum Árnessýslu. Hópurinn er fyrsta útkall þegar þörf er á sjúkrabíl vegna bráðatilfella (slys, hjartaáfall, hjartastopp, bráðaofnæmi o. f.r.v). Vegna nálægðar í uppsveitunum er Vettvanghjálparhópurinn kominn á vettvang um 10-20 mín. áður en sjúkrabíll frá Selfossi kemur.
Hlaupið er styrktarhlaup og að þessu sinni verður hlaupið til stuðnings Vettvangshjálparhóps Eyvindar og boðið verður upp á 10 km., 5 km., 3 km. og 1,2 km. hlaup/skemmtiskokk.
Hlaupaleiðin verður milli íþróttahúss á Flúðum og Miðfellshverfis, meðfram Miðfelli að vestanverðu.
 
Saga vettvangshjálparhópsins:
Björgunarfélagið Eyvindur hefur frá árinu 2011 verið með starfandi vettvangsliðahóp sem sinnir neyðarviðbragði í uppsveitum Árnessýslu. Samningur er á milli Bf.Eyvindar og HSU og fellst í að HSU geti óskað eftir aðstoð hópsins þegar þarf aðstoð og bregðast þarf við í alvarlegum veikindum eða slysum í uppsveitum Árnessýslu. Árið 2011, þegar vettvangshjálparhópurinn var stofnaður, voru 6 menntaðir einstaklingar í vettvangshjálp í óbyggðum (WFR). Með árunum hefur svo fjölgað í hópnum og eru auk WFR menntaðra, hjúkrunarfræðingur, sjúkraliðar og sjúkraflutningafólk í hópnum. Í dag samanstendur hann af alls 15 manns . Nauðsynlegt er að hafa góða endurmenntun fyrir hópinn og er Vettvangshjálparhópurinn duglegur að ná sér í meiri þekkingu með því að sækja námskeið og fyrirlestra og einnig koma annað slagið sjúkraflutningsmenn frá HSU og fara yfir ýmislegt sem er talið er gott að skerpa á.